Spurningar & Svör

 

Hvernig fæ ég afhent?

Allar pantanir eru sendar með Dropp og Flytjanda. Heimsendingarmöguleikar fara eftir staðsetningu viðtakanda, en oftast er hægt að velja heimsendingu heim að dyrum eða að sækja á næstu afhendingarstöð Dropp, en það fer eftir stærð pakkans, ásamt staðsestingu kaupanda. 

Hvað tekur langan tíma að fá heimsent?

Við afgreiðum allar pantanir á þriðjudögum og föstudögum, og afhendum þá vörurnar í heimsendingu með Dropp / Flytjanda. Oftast afhenda þeir pantanir samdægurs á höfuðborgarsvæðinu en heimsendingar á landsbygðinni geta tekið 1-2 virka daga.

Það fer þá eftir því hvenar þú pantar, hversu lengi þú þarft að bíða eftir pöntuninni þinni. 

Er hægt að sækja á lager?

Nei því miður er það ekki hægt. Við erum einungis netverslun og sendum allar pantanir frá okkur. 

Er hægt að taka frá vöru?

Já við tökum frá vörur út daginn og næsta dag. 

Ef ég er ekki ánægð með vöruna sem ég panta, get ég þá skilað henni?

Já við erum með 3 vikna skilafrest á öllum vörum og gildir sá skilafrestur frá þeim degi sem varan fer í póst frá okkur og þar til varan fer aftur í póst til okkar. Hægt er að fá endurgreiðslu eða skipta í aðra vörur og ber kaupandi allan kostnað af því að koma vörunni aftur til okkar. Veggmyndirnar okkar lúta öðrum reglum þar sem þær eru sérptrentaðar. Þeim er hægt að skipta í aðra mynd eða vöru en ekki er hægt að skila þeim fyrir endurgreiðslu. Vörur þurfa að vera í upprunalegum umbúðum við skil. 

Hvað kostar að fá heimsent?

Ef þú verslar fyrir meira en 12.000 kr þá færðu fría heimsendingu heim að dyrum. Annars er sendingarkostnaður 800-1200 kr. 

Ég er með afsláttarkóða, hvernig set ég hann inn?

Þú byrjar á að klikka á linkinn “Karfa” en þar getur þú yfirfarið pöntunina þína og valið afhendingarmáta. Fyrir neðan afhendingarmáta er reitur þar sem þú slærð inn afsláttarkóðann þinn. Næst klikkar þú á “Apply Coupon” hnappinn og þá er kóðinn þinn komin inn og afslátturinn virkur. 

Get ég fengið skiptimiða? 

Skiptimiði er óþarfi. Þar sem við tökum einungis við pönutunum í gegnum vefsíðuna okkar þá höfum við allar upplýsingar sem við þurfum fyrir hverja pöntun. Það er því nóg að gefa upp nafn á kaupanda. 

Ég pantaði hjá ykkur en fékk ekki senda neina staðfestingu eða kvittun, fór pöntunin mín ekki örugglega í gegn?

Endilega skoðaðu Spam möppuna í tölvupóstinum þínum, pósturinn bíður líklega eftir þér þar.