Þegar þú leggur inn pöntun hjá Camelia.is þá samþykkir þú þessa skilmála.
Skilareglur Jól 2021
Allar pantanir sem berast frá 1.nóvember og fram að jólum, hafa skilafrest til 1.feb 2022.
Almennar Skilareglur
Ef varan uppfyllir ekki þarfir þínar eða kröfur þá hefur þú 3 vikur til að skila vörunni aftur til okkar. Skilafrestur gildir frá dagsetningu sendingarinnar frá okkur og þar til sendinginn er aftur póstlögð til okkar. Hægt er að velja um fulla endurgreiðslu eða skipti í aðra vöru. Varan þarf að vera í upprunalegum umbúðum og ósamsett.
Kaupandi ber allan kostnað af því að skila vöru og sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur. Ef varan er gölluð eða vitlaust afgreidd þá greiðir verslunin sendingarkostnað við skil.
Undantekningar:
Allar veggmyndirnar okkar eru sér prentaðar. Af þeirri ástæðu fæst þeim ekki skilað fyrir endurgreiðslu, en velkomið er að skipta í aðra mynd eða vöru.
Vörur sem keyptar eru á útsölu fæst ekki skilað fyrir endurgreiðslu en velkomið er að skipta í aðra útsöluvöru.
Vörur sem eru samsettar fæst ekki skilað ef búið er að taka þær úr kassanum og setja þær saman.
Það getur tekið allt að tværi vikur að fá vöruskil endurgreidd en kaupandi fær sendan tölvupóst þegar skiinl hafa verið afgreidd.
Sendingar
Sendingarmöguleikar eru eftirfarandi:
- Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
- Sækja á næstu afhendingarstöð Dropp – 800 kr.
- Heimsending með Dropp á höfuðborgarsvæðinu – 1200 kr.
- Heimsending með Flytjanda á landsbyggðinni – 1200 kr.
Verð
Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK).
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Greiðslufyrirkomulag
Þegar þú gengur frá pöntun getur þú valið um að greiða með millifærslu, debetkorti, kreditkorti, Netgíró eða PEI.
Ef valin er millifærsla er nauðsynlegt að heildarupphæðin sé greidd inn á reikninginn sem gefinn er upp innan 5 klukkustundar frá því að pöntunin er staðfest, annars fellur hún niður.