Bleikt Stafaspjald

(4 umsagnir viðskiptavina)

5.590 kr.

Falleg veggmynd með Íslenska stafrófinu. Á miðju spjaldinu er einnig stafrófslagið í heild eftir Gunnar Pálsson. Flott leið til þess að kenna börnum stafina á skemmtilegan hátt, í gegnum söng & leik. 

Æðisleg gjöf handa öllum börnum á leikskóla aldri og fyrir þau sem eru að taka fyrstu skrefin sín í grunnskóla. Eflir málþroska og er góður undirbúningur fyrir frekara lestrarnám. 

Myndin sjálf er 30×40 cm að stærð og hún afhendist með ramma í stærð 40×50 cm. Karton umliggur myndina og gefur henni þannig meiri dýpt. 

Allar myndirnar okkar eru sérprentaðar hér á Íslandi í Pixel prentsmiðju, í hágæða stafrænni upplausn og á vandaðan pappír. Myndirnar afhendast í umslagi og rammi fylgir með, ásamt fallegum gjafakassa.