Esperanza

(2 umsagnir viðskiptavina)

9.592 kr.

Falleg mynd sem er afrit af olíumálverki eftir Pólska listakonu að nafni Ela.

Myndin sjálf er 40×50 cm að stærð og hún afhendist með ramma sem er 50×70 cm. Karton umlyggur myndina og gefur henni þannig meiri dýpt. Myndin er prentuð á þykkan, mattan pappír til að líkja sem mest eftir upprunalega málverkinu.

Allar myndirnar okkar eru sérprentaðar hér á Íslandi hjá Pixel Prentsmiðju í hágæða stafrænni upplausn og á vandaðan pappír. Myndirnar afhendast í umslagi og rammi fylgir með.

Ramminn sem fylgir myndinni er vandaður viðar rammi sem við framleiðum sjálf.

Vinsamlegast athugið: í öryggisskyni er framhlið rammans úr vönduðu plasti, en ekki gleri. Ástæðan er sú að ramminn rispast síður, hann er léttari og ekki er hætta á að hann brotni.

Leiðbeiningar fyrir innrömmun

  • Mikilvægt er að vera á sléttu og hreinu yfirborði. 
  • Taktu myndarammann úr plastinu. 
  • Opnaðu bakhliðinu og taktu framhliðina úr.
  • Fjarlægðu hlífðarfilmuna af framhliðinni.
  • Settu kartonið í rammann.
  • Taktu myndina varlega úr umslaginu og leggðu á kartonið. Passaðu að myndin sé alveg slétt og hitti á mitt kartonið.
  • Límdu myndina með teipi á allar fjórar hliðar.
  • Settu bakhliðina á og lokaðu rammanum.

 

Ekki til á lager

Viltu fá tilkynningu þegar varan er til á lager?

Vörunúmer: 106 Flokkar: , ,